Ólafur Haukur Símonarson Ormur Óðinsson er 16 ára og rétt að klára grunnskólann. Hann er að sjálfsögðu snillingur og töffari en það þýðir ekki endilega að allt hans líf sé í góðum gír. Vinir, hugsjónir, fjölskylda, skoðanir, ljóð, óvinir, skóli og ást – allt blandast þetta saman og flækist hvað fyrir öðru í tvísýnu spili um hug hans og hjarta.
Gauragangur er drepfyndin og háalvarleg þroskasaga einnar skemmtilegustu andhetju Íslands, saga sem á erindi til allra sem nenna að hugsa, hlæja, reiðast, fíflast, kyssast … og allt það.
Genres:
260 Pages