Ólafur Haukur Símonarson Spennandi og hugljúf skáldsaga um íslenskan heimilislækni sem neyðist til að endurskoða líf sitt einmitt þegar hann er að læra á snjallsíma.
Hvað segja skjólstæðingarnir um Njál Tómasson heimilislækni?
-Njáll er ágætur, en mér finnst samt skrýtið þegar hann segir að flesta kvilla sé hægt að lækna með vatni og góðum göngutúr.
-Ég sagði Njáli að ég væri ólétt. Veistu hvað hann sagði? Á ég að hlæja eða gráta?
-Njáll hlustar á það sem maður hefur að segja, skoðar mann vel og skrifar svo upp á það sem maður biður um.
-Njáll lætur mig aldrei borga. Hann segir að ég megi byrja að borga þegar ég hef náð heilsu.
Genres:
194 Pages