Guðrún Eva Mínervudóttir Á alþjóðlegri ráðstefnu í Brussel um sársauka hittir Madame Louise de Roubaix doktor Ólaf Benediktsson. Hún hrífst af framgöngu hans og sér að hann er kjörinn til þess að reka vafasöm erindi hennar á Íslandi. Í gamalli lopaverksmiðju við Álafoss hefur óvenjulegt fjölleikahús búið um sig. Miklar sögur fara af þeirri óhugnanlegu starfsemi sem þar fer fram og sum atriðin hljóma líkt og kraftaverk. Leyndarhula hvílir þar yfir öllu og áður en Ólafur veit af er hann sjálfur orðinn hluti af sýningunni.
Genres:
FictionHorror
383 Pages