#2 Karitas
Óreiða á striga
Kristín Marja Baldursdóttir Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Karitas án titils sem hlaut frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Hér er á ferð stórbrotin og kröftug þroskasaga konu sem fer sínar eigin leiðir, en um leið skörp ádeila; þetta er öðrum þræði aldarsaga, saga þjóðfélags í mótun, saga kvenna og frelsisbaráttu, saga um ást og harm og margbrotið mannlíf. Þessi mikla og heillandi skáldsaga er allt í senn; viðburðarík, fyndin og sorgleg, enda hefur höfundur slík tök á lesanda að líkja má við galdur.
Genres:
FictionHistorical FictionRomanFeminismNovelsScandinavian LiteratureHistoricalAdult
541 Pages