Öskudagar

Ari Jóhannesson
3
1 ratings 0 reviews
Handritið skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn er borinn uppi af myndríkum náttúrulýsingum þar sem víða bregður fyrir sterkum og einstaklega vel heppnuðum líkingum. Í öðrum hluta er skipt um svið og lesandinn er staddur á sjúkrahúsi þar sem höfundur notar ljóðformið af miklu öryggi til að lýsa baráttu sjúklinga og örlögum og eigin tilfinningum gagnvart því starfi sínu að reyna að verða að liði. Í þriðja hlutanum, þeim síðasta, er höfundur enn á nýjum slóðum, fæst við hversdaginn og daglegt líf af samúð og bjartsýni en undirliggjandi er geigurinn sem manneskjan þarf sífellt að bregðast við. Höfundur bregður sér jafnvel út fyrir landsteinana og lesandinn kemst til dæmis að því að stórskorið andlit Keith Richard minnir um margt á Ísland. Stíll höfundar er agaður og myndrænn og einkennist af djúpum mannskilningi. Hér stígur fram einstaklega þroskað skáld. Öskudagar er áhrifamikil ljóðabók sem mun örugglega hrífa fjölmarga lesendur”.
Genres:
82 Pages

Community Reviews:

5 star
0 (0%)
4 star
0 (0%)
3 star
1 (100%)
2 star
0 (0%)
1 star
0 (0%)

Readers also enjoyed

Other books by Ari Jóhannesson

Lists with this book