Kaliane Bradley Ung kona sækir um háleynilegt og vellaunað starf á vegum hins opinbera í Bretlandi. Hún er ráðin og í ljós kemur að það tengist tímaferðalagsverkefni stjórnvalda sem reynist svo yfirgripsmikið að það þarfnast sérstaks ráðuneytis; tímaráðuneytis. Starfið felst í því að taka á móti einstaklingum sem hafa verið fluttir til nútímans frá fortíðinni og sjóliðsforinginn Graham Gore, þekktur nítjándu aldar maður sem tók þátt í frægum heimskautaleiðangri á skipinu Erebus, er fyrsti brottflutti einstaklingurinn sem hún aðstoðar við að aðlagast nútímanum. Brátt takast með þeim eldheitar ástir.Tímaráðuneytið er allt í senn spennandi njósnatryllir, falleg ástarsaga sveipuð vísindaskáldsöguljóma og áleitin og djúp frásögn um það að tilheyra tilteknum stað og tíma. Þetta er fyrsta saga Kaliane Bradley og hefur hún slegið rækilega í gegn víða um heim. Hún var á metsölulista New York Times og valin besta bók ársins 2024 af ýmsum miðlum.Eyrún Edda Hjörleifsdóttir þýddi.
Genres:
362 Pages