Þúsund kossar

Jón Gnarr
3.5
149 ratings 11 reviews
„Ég var ákaflega lífsglöð, ung kona. Ég var kannski líka svolítið óþolinmóð, en það er gjarnan fylgifiskur þeirrar miklu orku sem býr í gleðinni. Ég gat líka verið óttalegur njóli. Eins og mörgu ungu fólki fannst mér ég vera eilíf og ódrepandi og datt ekki í hug að nokkuð illt gæti komið fyrir mig, óttaðist ekkert og treysti öllum.“ Jóga fer sem „au pair“ til New York 1980 og lendir þar í skelfilegri lífsreynslu. Hennar bíður löng glíma við sektarkennd, skömm og glatað sakleysi. Hér segja þau hjón, Jóga og Jón Gnarr, þessa sérstæðu sögu. Jón þekkja allir; hann er grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri. Minna hefur farið fyrir Jógu sem hefur fremur kosið að standa utan við sviðsljósið. Hún rak lengi tískuverslunina Skaparann í Reykjavík, var meðal stofnenda Besta flokksins og tók virkan þátt í starfi hans. Með fram öðru vinnur hún sem nuddari. Þúsund kossar er einlæg og persónuleg bók með myndum úr einkasafni Jóns og Jógu.
Genres:
249 Pages

Community Reviews:

5 star
23 (15%)
4 star
52 (35%)
3 star
56 (38%)
2 star
12 (8%)
1 star
6 (4%)

Readers also enjoyed

Other books by Jón Gnarr

Lists with this book