Dauði Francos

Guðbergur Bergsson
3.54
13 ratings 2 reviews
Árið 1975 fylgist Guðbergur Bergsson með nokkurra vikna dauðastríði Franciscos Francos, þjóðarleiðtoga Spánar, og skrásetur í dagbók. Einræðisherrann hafði þá ríkt yfir landinu í rúm þrjátíu og fimm ár. Brot úr dagbókinni birtist á sínum tíma í dagblaðinu Þjóðviljanum en hér má í fyrsta skipti líta skrásetninguna í heild sinni. Guðbergur dregur upp einstaka mynd af endalokum einræðisherra á tímum vaxandi vísindatrúar í einu af höfuðvígjum kaþólskunnar á meginlandi Evrópu. Hann lýsir jafnframt þeirri ringulreið sem skapast í samfélaginu við yfirvofandi fráfall þjóðarleiðtogans.Guðbergur Bergsson er einn dáðasti, áhrifamesti og umdeildasti höfundur síðari ára á Íslandi. Hann er margverðlaunaður og verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Guðbergur bjó á Spáni um árabil og eftir hann liggur fjöldi þýðinga á spænskum, portúgölskum og rómansk-amerískum bók[1]menntum. Guðbergur lést 4. september 2023.
Genres:
71 Pages

Community Reviews:

5 star
2 (15%)
4 star
4 (31%)
3 star
6 (46%)
2 star
1 (8%)
1 star
0 (0%)

Readers also enjoyed

Other books by Guðbergur Bergsson

Lists with this book