Elí Freysson „Mannkyn má aldrei gleyma að Dauðaherrarnir hafa ekki verið endanlega sigraðir. Þeir bíða bara, eins og þeir hafa ávallt gert. Bíða, og safna kröftum. Bíða, og taka við eiðum frá nýjum þjónum sem vilja gangast myrkrinu á hönd. Bíða þess að aðstæður í mannheimum séu þeim í hag.“
Rauða rót er borg ofbeldis, tækifæra, lögleysu, ríkidæmis og fátæktar. Hún er af mörgum talin vera versta og villtasta borg í heimi. Þeirra á meðal er uppgjafarhermaðurinn Kody, sem allt frá lokum Axarhandarstríðsins hefur sinnt réttlætiskennd sinni á götum Rauðu rótar með sverði í hönd.
Þegar hann tekur að sér venjubundna rannsókn á mannshvarfi vindur málið fljótt upp á sig og Kody kemst að því að hann stendur frammi fyrir öðruvísi óvini: Fornri illsku frá tímum sem flestir telja liðna hjá. Tímum þegar heimurinn stóð á barmi tortímingar."
Sjálfstætt framhald af bókinni Meistarar hinna blindu (2011).
Genres:
Fantasy
301 Pages