Bragi Ólafsson Ármann Valur, virtur prófarkalesari, kemur heim til sín á Rauðarárstíginn að morgni eftir að hafa sofið úr sér í húsi við Grettisgötuna. En í húsinu hans, gegnt lögreglustöðinni við Hlemm, er búið að brjóta rúðu og það er bara upphafið á hinum óvæntu, dularfullu og jafnvel hryllilegu atburðum sem þar gerast. Ísmeygileg og launfyndin saga.
Genres:
240 Pages