#1 Stella Blómkvist

Morðið í Stjórnarráðinu

Stella Blómkvist
2.72
78 ratings 4 reviews
„Sæt. Nei, glæsileg. Sexí. Svart hár niður á axlir. Leiftrandi augu. Ögrandi augnaráð. Þykkar brosandi varir. Draumabrjóst mömmustráka. Full af lífsfjöri. Dauð. Hún hafði fundist morguninn áður. Laugardagsmorgun. Í Stjórnarraðinu við Lækjartorg.“ Lögfræðingurinn Stella er orðheppin og harðsoðin, nokkuð upp á karlhöndina og finnst viskísopinn góður, hún brynjar sig með spakmælum frá mömmu og sérhæfir sig í að innheimta skuldir sem hún hefur keypt. Þegar náungi úr undirheiminum kallaður Sæmi súla vill fá hana sem réttargæslumann um miðja nótt segir hún strax nei. En þegar í ljós kemur að hann er grunaður um að hafa myrt deildarstjóra í forsætisráðuneytinu í sjálfu ríkisstjórnarherberginu er forvitni hennar vakin. Og þar með sogast hún inn í æsilega atburðarás. Leikurinn berst jafnt um undirheima sem æðstu staði, tekist er á um völd og peninga og meðulin eru gamalkunn: kynlíf, eiturlyf, fjárkúgun - og morð. Stella Blómkvist hefur hér skrifað harðsoðinn reyfara í anda Sue Grafton og Söru Paretsky. Það ótrúlegasta við söguna er hversu trúverðug hún er.
Genres: Crime
233 Pages

Community Reviews:

5 star
5 (6%)
4 star
11 (14%)
3 star
26 (33%)
2 star
29 (37%)
1 star
7 (9%)

Readers also enjoyed

Other books by Stella Blómkvist

Stella Blómkvist Series

Lists with this book